Fimleikar í Fjallabyggð


Kæru íbúar. Við ætlum að fara af stað með fimleika í næstu viku. Við munum kenna í þremur hópum, 4-6 ára (2008-2010), 7-12 ára og svo 13-16 ára. Það er líka búið að skrá í fullorðinshóp svo endilega skellið ykkur í fimleika, það er aldrei of seint að byrja. Fyrsti tíminn er 17. september.

Við kennum á miðvikudögum frá kl. 16.00-19.00 og á laugardögum frá kl. 9.00-12.00. Yngsti hópurinn byrjar og svo áfram upp. Kennt verður til 13. desember og kostar önnin 12.000 kr., systkinaafsláttur er 30%. Hægt er að velja bara annan daginn en þá er verðið 6.000 kr. og verður að taka það fram við skráningu. Þjálfarar eru Hafþór Eggertsson og Lísebet Hauksdóttir.

Skráning er í síma 864-2907 eða á fésbókinni hjá Lísu.

 

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is