Fermingin á hvítasunnudag


Á hvítasunnudag, 4. júní, kl. 11.00, var fermingarmessa í Siglufjarðarkirkju.
Þau sem fermdust voru:

Arna Sverrisdóttir, Hafnartúni 28, Siglufirði,
Birna Björk Heimisdóttir, Hverfisgötu 5a, Siglufirði,
Bjartmar Ari Aðalsteinsson, Túngötu 34, Siglufirði,
Hörður Ingi Kristjánsson, Hólavegi 65, Siglufirði,
Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Hólavegi 79, Siglufirði,
Tinna Elísa Guðmundsdóttir, Hvanneyrarbraut 52, Siglufirði.

Um tónlistarflutning sáu Rodrigo J. Thomas, Kirkjukór Siglufjarðar og fermingarbörnin sjálf, þar á meðal Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, sem fermdst höfðu í Laugarneskirkju í Reykjavík 27. maí síðastliðinn. Sóknarprestur og Anna Hulda Júlíusdóttir, djáknakandídat, þjónuðu fyrir altari.

Það jók á annars mikla gleði athafnarinnar að til hennar voru m.a. mættar tvær konur sem áttu 70 ára fermingarafmæli, þær Hugborg Friðgeirsdóttir og Viktoría Særún Gestsdóttir. Voru þær kallaðar upp og fagnað vel og innilega.

Hér koma nokkrar myndir frá þessum eftirminnilega degi.

Myndir: Gunnar Smári Helgason, Kristín Sigurjónsdóttir og Sigurður Ægisson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is