Fermingarmyndir


Í morgun fermdust átta ungmenni í Siglufjarðarkirkju, eins og greint var
frá hér í gær að stæði til. Sól og blíða var úti fyrir og dagurinn
eftirminnilegur. Á hvítasunnudag, 12. júní næstkomandi kl. 11.00, verður seinni
athöfnin, þar sem tíu munu fermast.

Hér eru þrjár myndir – tvær frá því áður en messan hófst og ein svo að henni lokinni.


Öll komin í fermingarkyrtlana.
Frá vinstri: Sif Þórisdóttir, Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Sylvía Ósk Halldórsdóttir, Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir,
Hrefna Rebekka Ólafsdóttir, Markús Rómeó Björnsson, Jakob Snær Árnason og Gabríel Frostason.


Fimm mínútum fyrir athöfn.


Að messu lokinni.

Myndir fyrir athöfn: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Mynd eftir athöfn: Fróði Brinks.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is