Fermingardagar ákveðnir

Árgangur 2006.

Fermingardagar næsta árs í Siglufjarðarprestakalli hafa verið ákveðnir. Þeir verða tveir, annars vegar skírdagur, 9. apríl kl. 11.00, og hins vegar hvítasunnudagur, 31. maí kl. 11.00. Fermingarbörn verða tólf.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin um borð í Níelsi Jónssyni EA 106 í lok maí, þegar árgangurinn, Ólafsfirðingar og Siglfirðingar, hélt í vorferð sína ásamt kennara og öðru fylgdarliði og skoðaði hvali og fiska út af Hauganesi við Eyjafjörð.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]