Fermingarbörn í Vatnaskógi

Fermingarbörn í Vatnaskógi

Fermingarárgangur vetrarins er þessa dagana á námskeiði í Vatnaskógi, sem er við Eyrarvatn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Eins og sjá má á andlitum og látbragði siglfirsku ungmennanna er þetta hin besta skemmtun. Þarna eru líka jafnaldrar þeirra af Vestfjörðum. Heimferð er ráðgerð á morgun, fimmtudag, um kl. 15.00.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]