Ferðakynning á vegum Austurlenska ævintýrafélagsins


Föstudagskvöldið 4. mars næstkomandi,
klukkan 18.00, verður ferðakynning á hótelinu í Ólafsfirði á vegum
Austurlenska ævintýrafélagsins, Oriental.is. Af því tilefni hefur Naree
verið kölluð til og boðið verður upp á tælenskt hlaðborð á 1.950 krónur
fyrir manninn. Um kynninguna sér eigandi Oriental.is, Viktor Heiðdal,
en hann var um árabil aðaleigandi og hótelstjóri Hótel Búða á
Snæfellsnesi.

Gestir geta tekið þátt í ferðagetraun þar sem verðlaunin eru ævintýraferð fyrir tvo til Taílands.

Borð má panta í síma 466-2400.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is