Ferðafélag Siglufjarðar með nýja heimasíðu og lógó


Ferðafélag Siglufjarðar er komið með nýja og glæsilega heimasíðu og
lógó. Þar segir m.a. á forsíðu, að ætlunin sé að halda úti lifandi vef
þar sem upplýsingar um væntanlegar ferðir á vegum félagsins verði birtar
og afraksturinn sömuleiðis.

Einnig má lesa þar eftirfarandi:

Aðalfundur Ferðafélags Siglufjarðar var haldinn í Bátahúsinu þann 19. apríl 2011 kl. 20.00.

Ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Farið var yfir ferðir síðasta sumars í máli og myndum.

Nýtt lógó hannað af Elínu Þorsteinsdóttur var opinberað … Ný heimasíða sem er hýst hjá Stefnu var opnuð. Ferðir
næsta sumars voru kynntar og Örlygur Kristfinnsson var með skemmtilega
myndasýningu og fór yfir þær ferðir sem hann mun leiða næsta sumar.
Skilti með korti af gönguleiðum í Fjallabyggð er í vinnslu og mun verða
staðsett í miðbæ Siglufjarðar í sumar.

Núverandi stjórn var endurkjörin en í
henni sitja Elín Þorsteinsdóttir, Erla Helga Guðfinnsdóttir, Gestur
Hansson og Guðrún Ingimundardóttir.

Heimasíðuna má nálgast hér.

Nýja lógóið er þaulhugsað.

Svona lítur forsíðan út.

Myndir: Fengnar af heimasíðu Ferðafélags Siglufjarðar.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is