Fljótin um verslunarmannahelgina


Félagsleikar Fljótamanna – félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum, hollvina og gesta – verða haldnir um komandi verslunarmannahelgi. Þar verður efnt til margvíslegra viðburða af sögulegum, félagslegum og menningarlegum toga. Þetta má lesa á Facebooksíðu hátíðarinnar.

Þar segir ennfremur:

„Tilgangurinn er er meðal annars að minna okkur á gildi félagsvitundar fyrir sérhvert samfélag og samstarf fólks á ýmsum sviðum, bæði fyrr sem nú. Fljótamenn hafa verið þekktir fyrir slík gildi, en þar var m.a. stofnað samvinnufélag fyrir 100 árum síðan, sem ásamt örðum félögum sem stofnuð um þarsíðustu aldamót vitnisburður um mikla félagsvakningu sem varð um allt land.

Á félagsleiknum verður efnt til fjölda viðburða, m.a. morgunverðarfundar um félagsvakninguna og verslunarsögu Fljótamanna, Íslandsmót í félagsvist fer fram, tónleikar af ýmsu tagi verða í boði og sögustundir. Þá verður farið í gönguferð um slóðir Bakkabræðra, 11,11 km. hlaupið verður þreytt, sveitaball í Ketilási og margt fleira. Bál og brekkusöngur verður á sínum stað og í tengslum við það verður haldin kjötkveðju(súpu)hátíðin. Rekstraraðilar í Fljótum standa einnig fyrir ýmsum viðburðum og bjóða upp á margvíslega þjónustu og afþreyingu. Margvíslegir gistimöguleikar eru í boði.

Félagsleikar Fljótamanna er samstarfsverkefni Íbúa- og átthagafélags Fljóta og ýmissa hollvina.“

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]