Fékk trollið í skrúfuna


Röst SK 17 var dregin til hafnar í Siglufirði í gærkvöldi af Nökkva ÞH 27 eftir að hafa fengið trollið í skrúfuna á miðunum, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarskrifstofunni í morgun. Ekki vissu menn þar frekari deili á atvikinu eða stöðunni.

Röst SK 17 á miðjum firði. Vitinn í baksýn.

Siglt var löturhægt og að öllu farið með gát.

Nökkvi ÞH 27.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is