Farsímasambandi komið á í Múlagöngum


Um síðustu helgi komst á Gsm-samband í Múlagöngum og þessa dagana er verið að klára uppsetningu á Tetra-sambandinu, en það fjarskiptakerfi er sérsniðið að þörfum viðbragðsaðila á Íslandi, þ.e.a.s. björgunarsveita, lögreglu og slökkviliða, til leitar og björgunar. Er þetta lokahnykkur í miklum endurbótum sem unnið hefur verið að þarna undanfarna mánuði, í því skyni að auka öryggi þeirra sem leið eiga þar um.

Göngin eru 3,4 km að lengd, einbreið, voru tekin í notkun í desember 1990 og formlega vígð 1. mars 1991.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is