Farið inn í ólæst hús


Rétt þykir að vekja athygli Siglfirðinga á frétt sem birtist á Mbl.is í morgun um að  farið hafi verið inn í þrjú ólæst íbúðarhús á Akureyri í gær, þaðan stolið ýmsu smálegu og rótað í eigum fólks. Haft er eftir lögreglunni á Akureyri að mikil aukning hafi verið á slíkum þjófnaðarmálum undanfarnar vikur og að fyllsta ástæða sé til að vara bæjarbúa við því að skilja híbýli sín eftir ólæst.

Enn mun það tíðkast á Siglufirði, eins og víða annars staðar á landsbyggðinni, að fólk læsi ekki alltaf húsum sínum.

Frétt Mbl.is er hér.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is