Farfuglarnir tínast inn fjörðinn


Farfuglarnir er teknir að streyma til landsins, eins og fjölmiðlar hafa verið að greina frá undanfarna daga. Siglufjörður er þar engin undantekning, því tvær fullorðnar álftir voru á Langeyrartjörninni í gær, tjöldunum hefur fjölgað og aragrúi skógarþrasta er nú í bænum, sem og nokkrir starar og vafalaust eitthvað fleira af því taginu.

Þá er hettusöngvarinn (kvenfugl, eins og þessi á myndinni hér fyrir ofan) sem merktur var á Hvanneyrarhólnum í vetrarbyrjun 2016 enn á lífi, sást áðan vera að gæða sér á brauði og ávaxtaafgöngum. Ekki er vitað til þess að sú tegund hafi áður lifað af siglfirskan vetur.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is