Farfugl á skíðum?


Nú er aldeilis veðrið til að skella sér á skíði. Hvernig væri að samræma notalega dvöl á farfuglaheimili og renna sér í hlíðum bestu fjalla landsins?Hlíðarfjall á Akureyri hefur löngum verið talið eitt besta skíðasvæði á landinu og er það í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá farfuglaheimilinu á Akureyri.Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er annað annálað svæði og á Siglufirði má finna stórglæsilegt farfuglaheimili í miðjum bænum. Eftir að Héðinsfjarðargöng opnuðu mælir ekkert á móti því að prufukeyra göngin og skella sér yfir á Ólafsfjörð og renna sér á skíðasvæðinu í Tindaöxl á Ólafsfirði.Austurlandið býður einnig upp á frábær skíðasvæði en þar ber helst að nefna Stafdal við Seyðisfjörð sem er af mörgum talið eitt besta brettasvæðið á Íslandi og Oddsskarð á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Farfuglaheimilið á Reyðarfirði er opið allan veturinn og er því kjörin kostur fyrir þá sem vilja skíða á Austurlandinu. Farfuglaheimilið á Seyðisfirði opnar svo 1. apríl en þá er vonandi enn nóg eftir af skíðavertíðinni.
Tilboð á gistingu á Siglufirði


Í vetur býður farfuglaheimilið á Siglufirði upp á frábært tilboð á gistingu: Þú gistir þrjár nætur en greiðir bara fyrir tvær! Tilboðið gildir fram að páskum, jafnt um helgar sem og á virkum dögum.Til að bóka, hafið samband við farfuglaheimilið á Siglufirði beint í síma 467-1506 eða með því að senda þeim póst á siglufjordur@hostel.is.

Á skíðum.

Og snjóbretti.

Bungusvæðið í Skarðsdal.

Og horft niður.

[Þessi pistill birtist upphaflega á Ferðapressunni í morgun kl. 08.00. Myndir eru þó aðrar hér.]Myndir:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is


Texti: Þóra Sigurðardóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is