Fært milli Skagafjarðar og Akureyrar um Héðinsfjarðargöng


Nú er það komið fram sem margir höfðu spáð að Héðinsfjarðargöng geta
gagnast fleirum en Siglfirðingum og Ólafsfirðingum. Á vef
Vegagerðarinnar sagði fyrr í dag að Öxnadalsheiði væri ófær vegna veðurs
en þar var þá stórhríð og mjög hvasst.

Á korti á vefnum sést að leiðin frá
Akureyri um Múlagöng, Héðinsfjarðargöng og Strákagöng að Varmahlíð er
merkt með grænum lit sem táknar að þar sé greiðfært.

Þess má geta að vegurinn yfir Öxnadalsheiði nær upp í 540 metra hæð en
sennilega er hæsti hluti ?norðurleiðarinnar? um hundrað metrar.

Sjá jafnframt hér.

Svona leit þetta út á korti Vegagerðarinnar fyrr í dag.

Mynd: Vegagerðin.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is