Fær ekki einkaafnot af fjalllendinu


Bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hafnaði 5. þessa mánaðar erindi Viking Heliskiing, þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið hæfi viðræður við fyrirtækið um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Bæjarráð taldi ekki rétt að gerður yrði samningur um einkaafnot af fjalllendi þess við eitt fyrirtæki umfram annað.

Sjá nánar hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is