Eyfirski safnadagurinn


Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, og bjóða eyfirsk söfn gestum og gangandi í heimsókn þeim að kostnaðarlausu kl. 13.00-17.00.

Á Síldarminjasafninu verða sýnd málverk og teikningar sem safninu hafa borist á undanförnum árum.

Þarna verða verk eftir Arnar Herbertsson, Sveinbjörn Blöndal, Herbert Sigfússon, Yvonne Struys, Sigurjón Jóhannsson og Sigurð Konráðsson. Málverk Sigurðar sýnir Elliða SI 1 að sökkva úti á hafi.

Flestar myndanna verða sýndar í anddyri Bátahússins og verður sýningin aðeins þennan eina dag.

Þjóðlagasetrið er einnig opið á sama tíma og verður þar boðið upp á rímnakveðskap kl. 14.00, 15.00 og 16.00.

safnadagurinn

Þær stallsystur, Steinunn og Anita (og sonurinn Óskar Berg), eftir uppsetningu sýningar á siglfirskum myndverkum á Síldarminjasafninu í gær.

Forsíðumynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Auglýsingaspjald, mynd af sýningu og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is