Eyfirski safnadagurinn tileinkaður börnum að þessu sinni


?Alls munu 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 7. maí frá kl. 11.00-17.00. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í fimmta sinn. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða,? sagði Vikudagur.is 3. maí síðastliðinn.

 

?Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum. Þau verða því í fyrirrúmi hvað varðar dagskrá safnanna. Söngvar, sýningar, leikir, listasmiðja, leikföng, dúkkur, dúkkulísur, flugvélar, fuglar, þorskhausar, hákarl, ratleikir, gamaldags bú er meðal þess sem gestir safnanna stórir og smáir heyra, upplifa, taka þátt og njóta á Eyfirska safnadaginn.

Rútuferðir fara með þá sem vilja á söfnin við Eyjafjörð. Safnarúta 1 fer frá Akureyri kl. 10.00 með viðkomu á byggðasafninu Hvoli á Dalvík, Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar, Síldarminjasafni Íslands og Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Safnarúta 2 fer frá Akureyri kl. 12.30 í Útgerðarminjasafnið á Grenivík og svo í Gamla bæinn Laufás. Áhugasömum er bent á vefsíðuna http://www.sofn.is/ þar sem finna má nánari upplýsingar um það sem um er að vera þennan dag og brottfararstað safnarútnanna tveggja.

Eftirfarandi söfn verða opin frá 11.00-17.00, enginn aðgangseyrir: Amtsbókasafnið, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Leikfangasýning Friðbjarnarhúsi Akureyri, Listagilið – sýning í Gallerý Boxi, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Gamli bærinn Laufás, Holt – hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit, Útgerðarminjasafnið á Grenivík og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.?

Sjá upphaflegu fréttina hér.

Náttúrugripasafn Fjallabyggðar í Ólafsfirði er eitt þeirra safna sem opin verða á morgun,
frá kl. 11.00-17.00.Þar er margt áhugavert að sjá.
A
ðgangur er ókeypis.

Myndir: Fengnar af Netinu.

Texti: Vikudagur.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is