Eyfirski safnadagurinn


Á morgun, fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, verður Síldarminjasafnið opið frá kl. 13.00 til 17.00 í tilefni Eyfirska safnadagsins. Þar verður ýmislegt á boðstólum. M.a. mun Örlygur Kristfinnsson segja frá leikjum barna í síldarbænum, þar sem plönin, bryggjurnar og fjaran voru sem ævintýraheimur. Sýndar verða valdar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar af börnum við leik og eru gestir hvattir til að aðstoða við að greina þær. Dagskráin hefst kl. 14.00 í Bátahúsinu. Boðið verður upp á kaffi milli dagskrárliða.

Hér má líta nokkrar myndanna sem sýndar verða á morgun.

Myndir: Aðsendar.
Texti: Síld.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is