Eyfirski safnadagurinn


Eyfirski safnadagurinn er á morgun, Sumardaginn fyrsta. Hann hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Að þessu sinni opna 17 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Þema ársins er „Hafið bláa hafið“. Á Siglufirði verður opið á þremur stöðum. Þetta eru:

– Síldarminjasafnið á Siglufirði: „Syngjandi sæll og glaður – sjómannalögin í tali og tónum“. Sjá nánar hér.
– Þjóðlagasetrið, Siglufirði: „Kvæðalög og kaffitár“.
– Ljóðasetur Íslands, Siglufirði: „Hann elskaði þilför, hann Þórður“. Sjá nánar hér.

Mynd: Aðsend.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is