Erlendir bókmenntaferðamenn á söguslóðum Snjóblindu og Myrknættis


Christian Kirsch glæpasagnaáhugamaður frá Þýskalandi var á Siglufirði um helgina, til þess að skoða söguslóðir Snjóblindu og Myrknættis Ragnars Jónassonar, sem báðar hafa komið út í Þýskalandi, og með í för var breskur vinur hans, Mike Linane, sem einnig er mikill áhugamaður um glæpasögur. Bækurnar eru því farnar að draga að sér erlenda bókmenntaferðamenn til Siglufjarðar.
Þeir tveir hyggjast sækja Ísland heim aftur í vetrarbyrjun, því Ragnar Jónasson undirbýr nú, ásamt félögum sínum, glæpasagnahátíðina Iceland Noir sem haldin verður dagana 20.-23. nóvember í Norræna húsinu í Reykjavík. Þekktir erlendir glæpasagnahöfundar hafa aukinheldur boðað þangað komu sína.
Á tröppum Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi. Mike Linane til vinstri, Christian Kirsch til hægri

Á tröppum Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi.
Mike Linane til vinstri, Christian Kirsch til hægri

Morgunblaðsumfjöllun 17. þessa mánaðar um Iceland Noir.

Morgunblaðsumfjöllun 17. þessa mánaðar um Iceland Noir.

Ljósmyndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Úrklippa: Skjáskot úr umfjöllun og viðtali við Ragnar Jónasson í Sunnudagsmogganum 17. ágúst 2014.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is