Erfitt að vera öðruvísi


Æðarkóngurinn fagri er hér enn, dvelur oftast í og við innstu höfnina í
Siglufirði. Undir kvöld lá hann á uppfyllingunni framan við
Roaldsbrakkann, austast, á tanganum, og hvíldi sig, innan um hóp
æðarfugla. Ekki voru blikarnir alveg sáttir við hann og einstaka kolla nartaði í hann líka.

Það er stundum erfitt að vera öðruvísi.

Það var súld í kvöld eins og sjá má af dropunum á baki fuglsins og grasinu.

Sjaldgæft er að ná mynd af æðarkóngi á landi, nema þá helst í varpi.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is