Er 98 ára og á eldri systur á lífi


„Þegar Agnes M. Sigurðardóttir biskup heimsótti Siglufjörð um síðustu helgi kom hún við á dvalarheimilinu Skálarhlíð og hitti þar elsta Siglfirðinginn, Nönnu Franklínsdóttur, sem er 98 ára.“ Þetta segir á samfélagssíðunni Langlífi, sem er ritstýrt af Jónasi Ragnarssyni.

Og ennfremur:

„Nanna er fædd í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu 12. maí 1916. Systkinin voru þrettán og eru fjögur þeirra á lífi. Auk Nönnu eiga tvær systur heima á Siglufirði, Margrét, 93 ára, og Guðborg, 90 ára. Fjórða systirin, Anna, býr á Selfossi og er orðin 104 ára. Fimm af systkinunum sem eru látin náðu 90 ára aldri, það elsta varð 98 ára. Meðalaldur systkinanna þrettán er orðinn 91 ár sem er einstakt fyrir svo stóran systkinahóp. Þess má geta að móðir þeirra varð 97 ára.“

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is