Ennþá er lokað

Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er með Ólafsfjarðarmúla, en þar vegna óvissu. Einnig er lokað á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði, í Víkurskarði, á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst á áttunda tímanum í morgun frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.