Enn snjóar fyrir norðan


Enn snjóar hér nyrðra. Lokað er á Þverárfjalli og í Vatnsskarði sem og á milli Hofsóss og Siglufjarðar, og Ólafsfjarðar og Dalvíkur, að því er fram kemur í tilkynningu sem barst frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar kl. 08.21 í morgun. Ófært er á Öxnadalsheiði. Lokað um Víkurskarð.  Á Eyjafjarðarsvæðinu er þæfingsfærð og snjókoma og austan við Víkurskarð er einnig þæfingsfærð og éljagangur. Og vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is