Enn sanna nýju göngin ágæti sitt


Nú er Öxnadalsheiði lokuð en vel fært
norðurleiðina milli Akureyrar og Varmahlíðar ef ekið er gegnum
Ólafsfjörð og Siglufjörð. Þetta gerðist einnig fyrir rúmum mánuði (sjá hér).

Kristján L. Möller alþingismaður og
fyrrverandi samgönguráðherra vekur athygli á þessu á Facebook-síðu
sinni. Þar eru nefnd dæmi um fólk sem ætlar að nýta sér þessa
samgöngubót, meðal annars íþróttalið frá Húsavík sem er statt á
Blönduósi.

Sjá nánar hjá Vegagerðinni.

Svona leit kort Vegagerðarinnar út rétt áðan, eða nánar tiltekið kl. 18.51.

Mynd: Vegagerðin.

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is