Enn hvítara en áður


Það hvítnaði niður fyrir miðjar fjallshlíðar í Siglufirði í nótt og gerði hér dálítið vetrarlegt um að litast. En dagurinn hefur verið stilltur, mildur og fagur, engu að síður. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir: „Kólnandi veður og líkur á slyddu eða snjóéljum næsta sólarhring, einkum til fjalla fyrir norðan og einnig getur hálka myndast á skömmum tíma þar sem lítill vindur er á landinu.“

Förum því varlega.

siglufjordur_02_10_2015

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is