Enn eykst umferðin

Héðinsfjarðargöng

Umferð um Héðinsfjarðargöng virðist enn vera að aukast, samkvæmt samantekt sem Friðleifur Ingi Brynjarsson hjá Vegagerðinni vann fyrir Siglfirðing. Göngin voru tekin í notkun í október 2010 og árið eftir fóru 548 bílar um þau að meðaltali á dag, í fyrra voru þeir 743, sem er 35% aukning á sjö árum, og það sem af er þessu ári er fjöldinn að meðaltali 768 bílar á dag.

Miðvikudaginn 24. júlí síðastliðinn var metumferð um göngin en þá fóru 2.128 bílar um þau. Þetta var daginn sem Öxnadalsheiði var lokuð í nokkrar klukkustundir vegna umferðarslyss.

Minna má á það að þegar ráðist var í gerð Héðinsfjarðarganga áætlaði Vegagerðin að 350 bílar myndu fara um þau á dag, að meðaltali.

Mynd: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Texti: Jónas Ragnarsson │ [email protected]
Línurit og tafla: Vegagerðin.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]