Enn eykst umferðin um Héðinsfjörð


Nýjar tölur frá Vegagerðinni sýna að um nýliðna helgi fór 1.201 bíll að meðaltali um Héðinsfjarðargöng á dag, sem er nýtt helgarmet. Fyrir viku var meðalumferðin 1.146 bílar, en þann laugardag, 9. júlí, fóru 1.328 bílar um Héðinsfjörð á einum degi, sem er metdagur frá upphafi mælinga (um miðjan október 2010). Búist er við mjög mikilli umferð síðustu helgina í júlí svo að líklegt er að öll fyrri met verði þá slegin.

Munni Héðinsfjarðarganga, Siglufjarðarmegin.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Línurit: Friðleifur I. Brynjarsson, Vegagerðinni

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is