Enn er lokað


Múlavegi var lokað kl. 19.00 í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og enn er lokað.

Skyldi Vegagerðin hafa kannað möguleikann á að byggja vegskála yfir hættulegustu kaflana, fyrst ný jarðgöng úr Ólafsfirði yfir á Dalvík eru ekki á teikniborðinu? Eitthvað svipað og gert var á sínum tíma á Óshlíðinni milli Bolungarvíkur og Hnífsdals? Þau yrðu reyndar að vera töluvert lengri. Ef ekki, væri þá ekki rétt að fara að skoða það? Eitthvað verður að gera, því óbreytt ástand er ólíðandi.

Hvar eru bæjaryfirvöld?

Mynd: Vegagerðin.is.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]