Enn er frestun á Þrettándagleðinni


Enn er frestun á Þrettándagleði Kiwanisklubbsins Skjaldar, enda til lítils að vera að kveikja í bálkesti og skjóta upp flugeldum meðan svona viðrar; þessa stundina gengur hann á með dimmum norðanéljum.

En þetta verður reynt við fyrsta tækifæri og það auglýst síðar.

Spáin er þó ekki góð fyrir næstu daga. Sjá t.d. á forsíðu og hér.

Svona var úti fyrir kl. 14.19 í dag.

?Þrettándabrennan? verður á sama stað og þessi, sem yljaði fólki á gamlárskvöld.

Og bálkösturinn er tilbúinn, hár og flottur – ekki vantar það.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is