Engin fuglaskoðunarferð í kvöld


Ákveðið hefur verið að bíða með árlega fuglaskoðunarferð Ferðafélags
Siglufjarðar, sem vera átti kl. 20.00 í kvöld, með göngu frá
Ráeyri norður Saurbæjarás og út að rústum Evangersverksmiðju. Úti er
kalt og hvasst og spáin gerir ráð fyrir ofankomu. Ekki er forsvaranlegt að hrekja fugla af eggjum við slíkar kringumstæður, sem er þó viðbúið ef farið er um þetta eða önnur svæði í firðinum.

Ferðin verður auglýst á ný, þegar veðurútlit er hagstæðara.

Svona á þetta að líta út kl. 18.00 í dag.

Og svona á miðnætti.

Forsíðumynd: Fengin af Netinu.
Veðurkort: Veðurstofa Íslands
| vedur.is
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is