Engin áform um að hætta


„Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar að halda hátíðina Síldarævintýri á Siglufirði þó ekki sé búið að ákveða hvernig það verði gert,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð. „Það eru engin áform um að hætta með þetta.“ Óvissa hefur ríkt um hvort og hvernig verður staðið að hátíðinni síðan stjórn félagsins sem hefur séð um hátíðina síðustu ár ákvað að hætta. Gunnar segir að bæjarfélagið, atvinnulíf og aðrir sem hátíðin snertir verði að stinga saman nefjum um hvernig eigi að hafa hana. Þá verði fólk að ræða bæði plan a og plan b, gera ráð fyrir bæði góðu og vondu veðri.

Síldarævintýri á Siglufirði var fyrst haldið árið 1991 og hátíðin hefur verið endurtekin á hverju ári síðan. Lengst af stóð Siglufjarðarbær að hátíðinni en síðustu fimm árin hefur sérstakt félag haldið utan um skipulagið. Stjórnin hefur starfað í sjálfboðavinnu og ákváðu stjórnarmenn eftir síðustu hátíð að draga sig í hlé. Þá töldu þeir sig hafa skilað sínu. Ekkert hefur gengið að fá nýtt fólk í stjórn í stað þeirra sem hættu þrátt fyrir að haldinn hafi verið aðalfundur og aukaaðalfundur.“

Rúv.is greinir frá þessu.

Mynd: Sigurjón Jóhannsson. Úr safni.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]