Endurvarpi bilaður


Síðustu tvo mánuði hefur GSM-samband í Múla- og Héðinsfjarðargöngum verið óboðlegt, símtöl að rofna í tíma og ótíma og alltaf á sömu blettunum.

Siglfirðingur.is hafði samband við Vegagerðina 7. maí síðastliðinn og benti á þetta en fékk lítil viðbrögð við erindinu, þrátt fyrir ítrekun með reglulegu millibili. Þar til í dag. Því málið var loks athugað og kom þá í ljós, að einn endurvarpi var ekki í sambandi og virðist bilaður og er nýr á leiðinni, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Betra er seint en aldrei.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is