Endurbættur vefur Fjallabyggðar


Endurbættur stjórnsýsluvefur Fjallabyggðar var opnaður fyrr í dag. Um er að ræða uppfærslu á vefumsjónakerfi vefsins og um leið hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á útliti, virkni og skipulagi, að því er fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins. Efni vefsins hefur verið endurskoðað og nýju efni bætt við og verður þeirri vinnu haldið áfram. Sjá nánar þar.

Mynd: Úr safni.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]