Elstu Siglfirðingarnir


Nú eru þrettán íbúar á Siglufirði níutíu ára eða eldri sem samsvarar 1,0% af íbúafjöldanum. Það er mun hærra hlutfall en á landinu í heild, sem er 0,6%. Systurnar Nanna og Margrét Franklínsdætur úr Strandasýslu eru í fyrsta og þriðja sæti en í öðru sæti er Sigfúsína Stefánsdóttir en hún er elsti innfæddi Siglfirðingurinn. Rúmlega helmingur hópsins, sjö af þrettán, fæddist á Siglufirði, fjórir eru fæddir í Skagafirði og tveir á Ströndum.

Tafla og texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is