Elliðaslysið 1962


Það var á þessum degi, 10. febrúar árið 1962, sem siglfirski togarinn Elliði fékk á sig brotsjó á Breiðafirði, um 15-25 sjómílur út af Öndverðarnesi. Skipverjarnir voru 28. Tveir þeirra fórust en 26 var bjargað fimm mínútum áður en skipið sökk. Í tilefni dagsins er birt hér grein undirritaðs um hinstu ferð Elliða.

Nú eru níu úr áhöfninni á lífi, sá yngsti er 64 ára, þeir elstu 71 árs. Það væri viðeigandi að minnast sjóslyssins og björgunarinnar að ári, þegar hálf öld verður liðin frá þessum atburði.

Ljósmynd af málverki Sigurðar Konráðssonar.Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is