Ellefu ára Siglfirðingur hjá Watford


Siglfirðingurinn Tómas Orri Róbertsson æfir og spilar nú með úrvalsdeildarliði Watford á Englandi. Tómasi var boðið í reynslu fram að jólum í akademíu félagsins og er þar í undir 12 ára liði félagsins. Tómas flutti til Englands í apríl á þessu ári með foreldrum sínum, þeim Rósu Dögg Ómarsdóttir og Róberti Haraldssyni. Tómas hefur verið í ýmsum reynsluhópum hjá Watford undanfarna mánuði ásamt því að spila með liði í St. Albans, þar sem hann býr. En nú hefur honum verið boðið að æfa þrisvar sinnum í viku og spila leiki um helgar með aðalakademíu Watford.

Þess má geta að hann er þriðju ættliðurinn sem hefur æft og spilað með Watford. Faðir hans, Róbert Haraldsson, æfði og spilaði með unglingaliði Watford þegar hann var 14 og 15 ára. Afi Tómasar, Haraldur Erlendsson, lék með varaliði Watford á sjöunda áratugnum, þegar hann var við nám í London.

Skemmtileg tilviljun!

tomas_orri_02 tomas_orri_03

Myndir og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is