Elín Jónasdóttir


Nú er verið að bæta inn á þetta vefsvæði, Siglfirðingur.is, eftir því sem tími leyfir, margvíslegu efni sem tengist Siglufirði, en hefur áður birst á prenti. Það mun ýmist fara undir liðinn Viðtöl eða Greinar.

Í gær var sett inn viðtal við Elínu Jónasdóttur, í tilefni 100 ára afmælis hennar, 16. maí 2008. Það birtist í Morgunblaðinu þann sama dag.

Elín er fædd á Efri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum og er orðin rúmlega 102 ára. Bergrós systir hennar býr í Vík í Mýrdal, orðin 97 ára. Hin sex systkinin urðu 81 árs til 96 ára. Móðir þeirra varð 98 ára. Maður Elínar var Óskar Sveinsson. Börn þeirra eru þrjú, Haukur fæddur 1941, Guðlaug 1942 og Guðfinna 1946.

Nú eru á lífi rúmlega fjörutíu Íslendingar sem eru hundrað ára og eldri. Elín er í þrettánda sæti yfir þá elstu. Enginn íbúi Siglufjarðar hefur náð jafn háum aldri og hún. Halldóra Björnsdóttir í Bakka varð 101 árs en Einar Ásmundsson, Guðmundur Guðmundsson og Vilborg Þorleifsdóttir urðu 100 ára.

Jónas Ragnarsson: Tuttugu elstu Íslendingar á lífi (pdf-skjal).

Mynd af Elínu og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

Pdf-skjal: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is