Eldri borgarar úr Reykjavík í heimsókn


Um hádegisbilið í dag kom hópur eldri borgara í heimsókn í
Siglufjarðarkirkju. Hafa þeir undanfarið verið í andlegri og líkamlegri
hressingu á Löngumýri í Skagafirði og ákváðu að skella sér hingað austur
til að skoða bæinn og auðvitað Héðinsfjarðargöngin líka.

Sturlaugur Kristjánsson tók á móti fólkinu með góðum tónum og eftir
kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu fræddist það um kirkjuna og sögu
hennar af undirrituðum.

Þaðan lá leiðin að
Möðruvöllum í Hörgárdal og síðan um Öxnadalsheiðina vestur aftur heim.

Hópurinn góði ásamt fararstjórum.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is