Ekki sást hún, blessunin


Þrátt fyrir kröftugan og fagran söng grunnskólabarna í kirkjutröppunum í hádeginu í dag tókst geislum sólarinnar ekki að ná Ráðhússtorgi, til þess var skýjahjúpurinn einfaldlega of þykkur. Gekk á með éljum en birti til þess á milli.

Undir kvöld var farið að skafa allmjög á veginn yfir Saurbæjarásinn og í Héðinsfirði, og erfitt um að fara.

Svona var um að litast í firðinum á öðrum tímanum í dag.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Gengur í norðaustan 15-23 með snjókomu eða éljum í kvöld og nótt, hvassast á annesjum. Heldur hægari og él á morgun. Frost 0 til 5 stig. Og fyrir Norðurland eystra: Gengur í norðaustan 13-20 í kvöld og nótt. Heldur hægari á morgun. Snjókoma eða él. Hiti 0 til 5 stig.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is