Ekki bara einn, heldur tveir


Hinn 19. október síðastliðinn var greint frá því hér að æðarkóngur væri á
sveimi í innri höfninni. Eftir það spurðist ekkert til hans, þótt eftir honum væri skimað með
reglulegu millibili, fyrr en á dögunum, að Örlygur Kristfinnsson sá hann
og myndaði, fram og suðaustur af Roaldsbrakka.

Í dag voru tveir þar á sveimi. Það er óvenjulegt, og undirritaður hefur raunar aldrei orðið vitni að slíku áður.

Fuglarnir voru ekki komnir í sitt fínasta púss, en á leiðinni þó.

Hér koma myndir.

Hér er annar fuglanna.

Þessi virðist eldri, en er ekki alveg búinn að skipta yfir í glæsiklæðin eftir fellinn síðsumars.

Hér sjást þeir báðir, í hópi æðarfugla.

Annar er neðarlega, vinstra megin, hinn ofarlega, hægra megin.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is