Ekki bannað að fara á reiðhjóli um Héðinsfjarðargöngin


Stór hluti bæjarbúa, og undirritaður
þar með talinn, hefur verið þeirrar meiningar allt frá því
Héðinsfjarðargöngin voru opnuð, 2. október síðast liðinn, að ekki mætti renna þar í gegn á hjóli, enda ekki leyfilegt að fara gangandi eða á hestbaki,
eins og glögglega má lesa út úr skilti þar nærri. Þetta rímar ágætlega
við það sem er í Hvalfjarðargöngum.

Aðrir hafa á sama tíma fullyrt, að
þetta væri ekki rétt.

Til að fá nú úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll var í dag haft samband við Gunnar H.
Guðmundsson umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. Að sögn hans
var mikið um þetta rætt í aðdraganda vígslunnar, af helstu ráðamönnum, og
niðurstaðan varð sú að leyfa umferð hjólandi fólks.

Ýmislegt kallaði samt á að það renndi sér varlega um gleðinnar dyr;
inni fyrir kynni að vera mengun og allur útbúnaður farartækisins þyrfti
að vera í góðu lagi, öryggisins vegna.

En þetta væri sumsé ekki bannað.

Þar höfum við það.

Vegurinn að göngunum Siglufjarðarmegin er vel búinn ýmsum skiltum,

varðandi það hvað má og ekki.

Samkvæmt þessu er leyfilegt að fara þar í gegn á reiðhjóli.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is