Ekkert Síldarævintýri þetta árið


Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Síldarævintýrið á Siglufirði verði ekki haldið í ár. Enginn hafi sýnt því áhuga að halda hátíðina og bæjarfélagið muni ekki gera það.

Á fundi bæjarráðs 28. mars var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum til viðræðna við Fjallabyggð um framkvæmd Síldarævintýrisins 2017. Á fundi bæjarráðs í gær kom fram að engin viðbrögð hafi verið við auglýsingunni innan þess tímaramma sem gefinn var. „Síldarævintýri verður því ekki haldið árið 2017,“ bókaði bæjarráð.

Þetta má lesa á Rúv.is. Sjá nánar þar.

Burtséð frá þessu mun sveitarfélagið halda fjölskylduhátíðina Trilludaga  28.-30. júlí eins og lesa má um hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Úr safni.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is