Eitt kemur þá annað fer


Í gærkvöldi kom annað skemmtiferðaskip ársins til Siglufjarðar. Þar var um að ræða Sea Explorer 1, með 120 farþega um borð. Það lagði svo úr höfn í morgun.

Litlu síðar birtist hið þriðja, Ocean Diamond, sem kom hingað til lands frá Ham­borg í Þýskalandi. Það er með 190 farþega. Hið sér­staka við umrætt skip er að rekst­ur þess er á hendi ís­lensks fyr­ir­tæk­is, Ice­land ProCruises, sem er að mestu í eigu Guðmund­ar Kjart­ans­son­ar hjá Ice­land ProTra­vel í Þýskalandi. Skipinu verður siglt nokkr­ar ferðir í kring­um Ísland í sum­ar. Það verður t.d. aftur á Siglufirði 6., 15. og 24. júní og 3., 12., 21. og 31. júlí.

Sea Explorer 1 á leið úr höfn kl. 12.30 í dag.

Þessi systkin buðu hinum aðkomnu gestum að kaupa ilmandi, heimabakað bakkelsi og gekk sölumennskan vel.

Ocean Diamond á leið í höfn kl. 14.00 í dag.

Skipamyndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]
Mynd af börnum: Arnheiður Jónsdóttir.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]