Einungis 20 miðar óseldir á rokktónleika Karlakórs Dalvíkur


Þeir Fjallabyggðungar sem voru að hugsa um að næla sér í miða á
rokktónleika Karlakórs Dalvíkur og Matthíasar Matthíassonar og
hljómsveitar í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardaginn kemur, kl.
20.30, en eru ekki búnir að láta verða af því, ættu að hafa hraðar
hendur, því einungis 20 miðar eru óseldir, að sögn forsvarsmanna.

Þess má geta, að meðhjálpari okkar og kirkjuvörður, Gunnar Smári Helgason, er hljóðmaður kórsins og þessa tónlistarviðburðar.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is