Einn stærsti túrinn


Túr Sól­bergs ÓF-1 í Bar­ents­hafið er að ljúka, það er einn stærsti túr sem ís­lenskt skip hef­ur farið í á þess­ar slóðir. Alls er afli úr sjó orðinn um 1.760 tonn. Þar af er þorsk­ur að nálg­ast 1.600 tonn.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sigþór Kjart­ans­son skip­stjóri að túr­inn hafa gengið vel með góðum mann­skap á öfl­ugu og góðu skipi.

Sigþór sagði að þeir ættu eft­ir að veiða um 140 tonn til að klára kvóta Ramma í Bar­ents­haf­inu. Hann reiknaði með að halda heim á leið ekki síðar en í viku­lok­in. Tvær áhafn­ir eru á Sól­berg­inu, 35 manns um borð hverju sinni, og tek­ur ný áhöfn við í næsta túr und­ir skip­stjórn Trausta Krist­ins­son­ar.“

Mbl.is greinir frá.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is