Einn blautur


Siglfirðingur.is fékk ágæta sendingu í
morgun. Það var mynd af ungum tjaldi, sem húkti dálítið blautur á
planinu austan Vínbúðarinnar. Ekki verður þó að teljast líklegt að hann
hafi verið að bíða eftir að Ómar opnaði, en hver veit?

Annars er spáin góð og jafnvel rætt um
hitabylgju og sumarauka í uppsiglingu, þannig að annað ráð til að ná úr sér hrollinum þessa dagana er að doka
bara og reyna frekar að leita sér skjóls í millitíðinni.

Hvort umræddur fugl svo leggur í
utanlandsferð á næstu vikum er óvíst, en alla vega fer hann burt úr
Siglufirði. Mestur hluti íslenska stofnsins yfirgefur landið á veturna
og dvelst einkum á Bretlandseyjum (Englandi) og Norðvestur-Írlandi. En
töluverður hópur – einhver þúsund – verður þó eftir, einkum varpfuglar,
og þá helst vestan-, sunnan- og suðvestanlands.

Þarna er hann, greyið. Þetta er ungi frá sumrinu.

Mynd: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is