Einkennileg staða í botsía


Á botsía-æfingu þann 1. nóvember síðastliðinn hjá
Íþróttafélaginu Snerpu kom upp einkennileg staða. Guðmundur Þorgeirsson
kastaði síðustu kúlu sinni og enginn sem var á þessari æfingu hafði áður
séð koma upp þá stöðu sem sést á meðfylgjandi myndum. Leikurinn gengur
út á það að koma sem flestum kúlum sínum sem næst hvítu kúlunni. Og þá
lá fyrir dómaranum að skera úr um hvað kúla væri næst þeirri hvítu.

Við fyrstu sýn virðist sú bláa vera nær, en við nánari athugun er
örlítið bil á milli bláu kúlunnar og þeirrar hvítu, en sú rauða liggur
fast við þá hvítu. Það er eins gott að dómararnir hafi glöggt auga. Þess
má geta að Guðmundur kastaði þeirri bláu svo að hann tapaði leiknum
fyrir rauða liðinu þrátt fyrir glæsilegt kast.

Norðurlandsmót í botsía verður haldið á Siglufirði á laugardaginn kemur, 6. nóvember. Það hefst kl. 10.30 og verður keppt í flokki fatlaðra og aldraðra. Keppendur verða u.þ.b. 100, þ.á m. frá Völsungi Húsavík, Grósku Sauðárkróki, Akri Akureyri og Eik Akureyri, auk Snerpu.

Um kvöldið verður svo lokahóf á Allanum fyrir keppendur, matur og ball. Hljómsveitin SagaKlass mun leika fyrir dansi.

Hér sést umrædd staða.

Og aftur, í nærmynd.

Guðmundur Þorgeirsson.

Leikreglurnar.

Ljósmyndir og texti: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is
.

Skýringarmynd: Úr alþjóðareglum botsía.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is