Einelti mælist 3,1%


Olweus-eineltiskönnun var gerð í Grunnskóla Fjallabyggðar í nóvember í fyrra. Alls tóku 97% nemenda í 5.-10. bekk þátt. Niðurstöður hafa nú verið opinberaðar. Einelti mælist 3,1% sem er mun minna en meðaltal í öðrum Olweus-skólum á landsvísu en það var 6,3%. Héðinsfjörður.is greindi frá þessu á dögunum.

Mynd: Úr safni.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is