Einbreið Múlagöng höfðu ekki undan umferðinni


[Morgunblaðið, 2. október 2010]

Það fór eins og margir óttuðust. Múlagöngin sem eru einbreið, eru of þröng til að anna stóraukinni umferð í kjölfar þess að Héðinsfjarðargöng voru tekin í notkun. Í góða veðrinu síðustu daga, ekki síst um helgina núna, hefur mikið af gestum verið á Siglufirði, aðallega fólk sem var að skoða nýju göngin.

Þegar það svo sneri við og ætlaði heim í Eyjafjörðinn aftur var það hægara sagt en gert.

Myndin var tekin um fjögurleytið í gær. Þá var löng bið fyrir umferðina sem var að fara austur, því fyrirstaða var í Múlagöngum miðjum. Þegar loks losnaði um var komin lest bíla sem beið eftir að komast vestur.

Lögregla var tilneydd að stýra umferð í gegnum göngin.

Að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði fóru mörg þúsund bílar þar í gegn í gær. Slíkar umferðartölur hafa hingað til einungis mælst frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst, þegar sumarleyfi eru í hámarki.

Horft austur Múlagöngin. Allt stopp. Þessi umferð átti samt að vera í forgangi.

Horft í vestur.

Og þegar loks út var komið blasti þessi sjón við.

[Fréttin birtist upphaflega 11. október 2010 á bls. 2 í Morgunblaðinu, en ljósmyndir eru hér fleiri. Endurbirt með leyfi.]

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is
og
Rúnar Pálmason | runarp@mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is